Altflauta

Altflauta getur líka átt við blokkflautu af ákveðinni stærð.
Altflauta

Altflauta er þverflauta með tónsvið fyrir neðan hefðbundna þverflautu og messósópranflautu. Altflautan er þriðja algengasta þverflautan, á eftir hefðbundinni þverflautu (C-flautu) og pikkólóflautu. Altflautan er mun breiðari og lengri en C-flautan og útheimtir meira loft frá flautuleikaranum. Tónsvið hennar er frá G3 að G6. Hún notar sama klapparkerfi og C-flauta og pikkólóflauta.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search